top of page
Þórshamar

ÍM í kata á morgun – æfingar falla niður

Sunnudaginn 4. október kl. 10–14 fer fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata. Nær allir þjálfarar Þórshamars verða keppendur á mótinu og falla æfingar 1.–3. flokks því niður vegna mótsins. Þórshamar á Íslandsmeistaratitil félaga að verja og má búast við hörkumóti, en fremsta katafólk landsins verður á staðnum.

Mótið fer fram í íþróttahúsi Fylkis (við Árbæjarlaug – EKKI í Norðlingaholti). Eins og COVID-staðan er núna eru áhorfendur heimilir á mótinu, innan fjöldatakmarkana. Húsið er rúmgott og það ætti að vera nóg pláss til að halda góðri fjarlægð frá öðrum. Mótið verður einnig sent út á Youtube-rás Karatesambandsins.


Við hvetjum ykkur til að fylgjast með mótinu á þann hátt sem þið treystið ykkur til, að gæta ýtrustu sóttvarna og auðvitað að klæðast rauðu og svörtu og hvetja Þórshamar til dáða!


Áfram Þórshamar!

33 views0 comments

Recent Posts

See All

Σχόλια


bottom of page