top of page
Þórshamar

Staðkennsla fyrir börn og unglinga frá 23. nóv

(English below) Staðkennsla hefst aftur hjá börnum 23. nóv Nýjar reglur sem leyfa íþróttastarf barna og unglinga tóku gildi í dag, miðvikudaginn 18. nóvember. Við ætlum að ljúka þessari viku á Zoom eins og verið hefur, en ef ástandið er enn gott á mánudaginn 23. nóvember bjóðum við barnaflokka (1.–6. flokk) velkomna á æfingar aftur samkvæmt stundaskrá. Það er orðið langt síðan við æfðum samkvæmt stundaskránni. Ef þið eruð óviss með æfingatíma ykkar barns eða aðstæður hafa breyst svo þeir henta illa, hafið endilega samband á thorshamar@thorshamar.is. Við munum kenna samkvæmt stundaskrá frá 23. nóvember til 11. desember. Laugardaginn 12. desember verður svo gráðun. Nánari dagskrá gráðunar kemur fljótlega.Foreldrar og aðstandendur mega ekki koma inn í húsnæði félagsins. Ef þið eigið erindi við afgreiðslu eða þjálfara, biðjum við ykkur að hafa samband í síma eða með tölvupósti.


MUNIÐ EFTIR VATNSBRÚSA!


Zoom-tímar áfram hjá fullorðnum; unglingar mega mæta Enn er óheimilt fyrir fullorðna að æfa í eigin persónu. Zoom-tímar fyrir fullorðinshópa halda því áfram. Unglingum 12–16 ára býðst nú að mæta á staðinn og taka þátt í Zoom-æfingunum á staðnum í húsnæði Þórshamars. Æfingar verða áfram snertilausar hjá þessum aldurshópi. Við hvetjum ykkur til að koma og æfa á staðum ef það fer saman við ykkar persónulegu sóttvarnir. Annars er velkomið að halda áfram að æfa á Zoom. Tímasetningar hjá unglingum og fullorðnum breytast örlítið vegna þess að barnaæfingar hefjast í húsnæðinu: mán 17:30–18:45 hjá Eddu þri 18:30–19:45 hjá Maríu mið 18:30–19:45 hjá Jonna fim 18:30–19:45 hjá Jónu Grétu Æfingar á mán/mið verða áfram stílaðar inn á meistaraflokk og æfingar á þri/fim stílaðar inn á skemmra komna. Við hvetjum alla iðkendur til að nýta allar æfingarnar. Allar Zoom-æfingar eru aðgengilegar á þessum hlekk. Einnig má nota eftirfarandi aðgangsupplýsingar:

Meeting ID: 354 551 4003 — Passcode: karate


*********************************

(English version) In-person classes for kids start again on Nov 23rd New rules permitting in-person sports for kids and teens go into effect today, November 18th. We will continue teaching on Zoom through the end of this week, but if all is still well on Monday we will welcome all of the kids' groups (1.–6. flokkur) back to train according to our schedule. It's been a long time since we trained according to the "regular schedule". If you are unsure about your kids' training times or circumstances have changed so they are no longer convenient, please email us at thorshamar@thorshamar.is. We will teach according to this schedule from November 23rd to December 11th. On Saturday, December 12th, we will be having the end-of-semester grading. A more detailed grading schedule will be sent out soon.Parents and other adults are not allowed to enter the dojo building. If you need to speak to the reception or instructors, please be in touch by phone or email.

REMEMBER TO BRING A WATER BOTTLE!


Zoom classes continue for adults; teens can train in-person It is still forbidden for adults to train in person. Zoom clases for adults will continue. Teens aged 12–16 yrs can now come to the dojo and pariticpate in-person in the adult Zoom classes. The training will still be without physical contact for this age group. We encourage you to come and train in person if that is in line with your personal disease prevention efforts. Otherwise you are welcome to continue training on Zoom. Timings for adult and teen classes change slightly because we are resuming children's training in the dojo: Mon 17:30–18:45 with Edda Tue 18:30–19:45 with María Wed 18:30–19:45 with Jonni Thu 18:30–19:45 with Jóna Gréta Training on Mon/Wed will still be geared for advanced students and Tue/Thu will be tailored for beginner/intermediate students. We encourage all students to attend all of the classes. All Zoom classes may be accessed through this link. You can also use the following information:

Meeting ID: 354 551 4003 — Passcode: karate

162 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur haldinn 4. mars kl. 20

Aðalfundur Þórshamars verður haldinn í húsnæði félagsins mánudaginn 4. mars 2024 kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn...

Kommentare


bottom of page