Opnar landsliðsæfingar verða haldnar með landsliðsþjálfurunum næstu helgi, 19. og 20. ágúst, bæði í kata og kumite. Allar æfingarnar eru opnar fyrir iðkendur 13 ára og eldri sem vilja komast í landsliðið og verða í Fylkiselinu, í Norðlingaholti. Dagskráin er: Laugardagur 19. ágúst kl 10.00-11.45, kumite kl. 11.45-13.00 og kata kl. 13.00-14.45 kumite Sunnudagur 20. ágúst 10.00-11.30 kumite, kl. 12.30-14.00 kumite og kata Við hvetjum iðkendur okkar sem hafa náð 13 ára aldri til að mæta á æfingarnar. Kyai!
Opnar landsliðsæfingar 19. og 20. ágúst
Þórshamar
Comments