top of page

Keppnis- og æfingaferðir á vorönn

  • Þórshamar
  • Jan 7, 2020
  • 1 min read

Keppnisferð til Danmerkur

Helgina 23.-24. maí 2020 ætlar Þórshamar í keppnisferð á Gladsaxe Karate Cup. Fararstjóri verður María Helga Guðmundsdóttir.

Á mótinu geta börn og fullorðnir keppt í kata og/eða kumite. Mótið er kjörið tækifæri fyrir skemmra komna iðkendur á öllum aldri (líka fullorðna), því keppt er í aldursflokkum og beltaskiptum flokkum. Flokkaskiptinguna í fyrra má sjá hér.

Þátttaka í ferðinni er opin öllum iðkendum sem fæddir eru árið 2010 eða fyrr og eru með a.m.k. hálft rautt belti. Iðkendur sem fæddir eru árin 2008–10 þurfa að ferðast í fylgd með foreldri/forsjáraðila.

Upplýsingafundur um ferðina verður haldinn miðvikudaginn 22. janúar kl. 18:00. Við hvetjum alla áhugasama iðkendur og foreldra til að mæta á fundinn.

Æfingaferð til Englands

Undanfarin ár hefur Birkir sensei farið árlega til Windsor í æfingabúðir á vorin. Meðal þjálfara í búðunum eru Masao Kawasoe sensei, 8. dan, og margir af fremstu þjálfurum Japan Karate Association (JKA).

Í ár ætlar Þórshamar að fjölmenna í búðirnar, sem fara fram dagana 24.-26. apríl. Ferðin er opin iðkendum í meistaraflokki unglinga og fullorðinna.

Upplýsingafundur um ferðina verður haldinn miðvikudaginn 22. janúar kl. 20:00, eftir æfingu meistaraflokks. Við hvetjum áhugasama til að fjölmenna á æfingu og fundinn eftir á.

Comments


bottom of page