Okkar eigin Freyja Stígsdóttir og góður vinur Þórshamars, ÍR-ingurinn Aron Anh Ky Huynh, eru karatefólk ársins. Frábærar fyrirmyndir og glæsilegir fulltrúar karate. Til hamingju Freyja og Aron!
Tilkynning frá Karatesambandi Íslands:
Karatekona ársins 2020: Freyja Stígsdóttir, Karatefélagið Þórshamar
Stjórn Karatesambands Íslands hefur valið eftirfarandi karatekonu og karatemann ársins 2020.
Freyja er mjög sterk keppnismanneskja sem er orðin ein fremsta karatekona landsins og er á góðri leið með að verða ein af betri karatekonum Norðurlandanna. Freyja hefur einblínt meira á kata síðustu misseri og varð Íslandsmeistari í fullorðinsflokki í fyrsta sinn á þessu ári, sem sýnir hversu langt hún er komin. Freyja er góður fulltrúi karateíþróttarinnar.
Helsti árangur Freyju á árinu:
Helsinki Open silfur í kata U18 female
Helsinki Open brons í kata U21 female
ÍM kata 2020 Gull kata female senior
Bikarmót KAÍ 2020 Gull kata female senior
RIG2020 Gull kata junior
RIG2020 Silfur Kata female senior
Karatemaður ársins 2020: Aron Anh Ky Huynh, karatedeild ÍR
Aron hefur verið í fremstu röð hérlendis undanfarin ár, hann hefur náð góðum árangri á erlendri grundu og lenti m.a. í 15. sæti á Evrópumóti ungmenna fyrr á þessu ári og er það annað árið í röð sem hann er meðal 15 bestu karatemanna í sínum flokki innan Evrópu. Aron er verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.
Helsti árangur Arons á árinu:
Evrópumót U21 í Budapest kata U21 male 15. sæti
RIG2020 Gull kata male senior
Bikarmót KAÍ 2020 Gull kata male senior
Comentários