top of page

Byrjendanámskeið 14+ ára hefst 14. janúar

  • Þórshamar
  • Jan 12, 2021
  • 1 min read

Byrjendanámskeið unglinga og fullorðinna, 14+ ára, hefst 14. janúar!


Æft er 3x í viku, þri/fim 18:30–19:30 og lau 11:30–12:30 (sjá stundaskrá vorannar). Kenndar eru undirstöður í karate í bland við styrktaræfingar og teygjur. Námskeiðið er ein önn og lýkur með gráðun undir gult belti.



Öllum býðst að fara í tvo fría prufutíma áður en gengið er frá greiðslu æfingagjalda.


Æfingagjöld eru 37.000 krónur fyrir önnina. Hægt er að greiða hálfa önn í einu og tekið er á móti frístundastyrk fyrir ungmenni. Nánar um greiðslu æfingagjalda hér.

Kommentare


bottom of page